Kvæði ort til Aldísar


Hilmar Pálsson, afabróðir Aldísar  -  
orti fallegt kvæði í tilefni skírnar hennar í ársbyrjun 1981;

 

Aldís jafnan dável dafni 
dyggðum safni baugahlín,
illu hafni og aldrei kafni  
undir nafni frænka mín.

Grárri veröld birtu ber hún 
blessuð veri hún ung og smá,
í raun og veru alveg er hún
eins og vera himnum frá.

                                               H.P.

 

    

Sigurbjörn Einarsson biskup, langafi Aldísar  - 
orti fallegt vers til Aldísar, dótturdótturdóttur sinnar, í tilefni fermingar hennar á pálmasunnudag árið 1994;

      

Vertu valin dís 
á vegum þínum
heilladís
hverjum sem þú mætir
óskadís 
ástvinum þínum
aldís  
í augum Guðs.

 

dr. theol. S.E.

                                        

 

    
til baka